KA/Þór tók aftur forystuna í upphafi seinni hálfleiks með því að skora fyrstu þrjú mörkin. Það fór
þó svo að Grótta fór með fjögurra marka sigur 25-21 og geta þær að mestu þakkað það Íris Björk
Guðmundsdóttur sem var frábær í markinu og varði meðal annars þrjú vítaköst en KA/Þór misnotaði alls fjögur
vítaköst í leiknum.
Birta Fönn Sveinsdóttir og Martha Hermannsdóttir áttu magnaðan leik hjá KA/Þór en þær skoruðu sex mörk hvor. Sigurbjörg Hjartardóttir kom aftur í markið hjá KA/Þór eftir nokkurra ára fjarveru og minnti vel á sig með því að verja 12 skot, þar af 2 víti.
Myndir fengnar af sport.is
Mörk KA/Þór: Birta Fönn Sveinsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 6 (3 víti), Arna Valgerður Erlingsdóttir 3, Simone Antonia 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 7 (2 víti), Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Sóley Arnarsdóttir 4, Eva Björk
Davísdóttir 3 (1 víti), Anett Köbli 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Lene Burmo 1.
Íris Björk Símonardóttir varði 13 skot (3 víti) og Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1 víti.
Hér að neðan eru síðan vídeóviðtöl við Mörthu Hermannsdóttur og Unni Ómarsdóttur sem við fundum á handbolti.org.