Oddaleikur ÍR og Akureyrar í textalýsingu

Leikmenn Akureyrar héldu suður yfir heiðar í gær og undirbúa sig fyrir leikinn gegn ÍR. Hópurinn hittist eins og oft áður á BK-kjúkling á Grensásveginum og þar komu einnig nokkrir harðir stuðningsmenn til að heilsa upp á strákana. Þar á meðal Guðmundur Bjarkason, eða Gvendur og tók létta upphitun með strákunum.

Við fengum þessa skemmtilegu mynd nú rétt áðan þar sem Þrándur blæs í veglegt nautshorn og Andri Snær lemur sneriltrommu. Þessi hljóðfæri gefa væntanlega tóninn í Austurbergi á eftir!

Menn eru sko klárir í slaginn! Það verður trommusveit og greinilega nautshorn á bandi Akureyrar á leiknum á eftir. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Ríkissjónvarpið (RÚV) mun ekki sýna leikinn, það ætti að vísu ekki að koma á óvart enda hefur enginn leikur með Akureyri verið sýndur í vetur.

Heimasíða Akureyrar verður þó að sjálfsögðu með Beina Textalýsingu þannig að það verður hægt að fylgjast vel með gangi mála, áfram Akureyri! Smelltu hér til að fylgjast með lýsingunni.