Fyrir leik KA og Vals þann 26. nóvember skrifuðu Handknattleiksdeild KA og Nettó undir áframhaldandi samstarf, en Nettó er einn stærsti styrktaraðili deildarinnar. Við hjá handknattleiksdeild KA erum rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem Nettó og aðrir samstarfs- og styrktaraðilar veita.
Í aðdraganda jólanna fara margir og spá í hvaða mat á að velja, en Andri Snær Stefánsson fyrirliði sást í Nettó Hrísalundi að skoða tilboðin sem þar eru á boðstólum. Við hvetjum alla KA-menn til að fara og skoða tilboðin sem Nettó hefur uppá að bjóða en þeir hafa allt sem þarf fyrir jólaverslunina, hvort sem það er í Hrísalundi eða Glerártorgi.
Við viljum ávallt hvetja KA-menn til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem styðja við starfið okkar. Þá minnum við á að jólakjötið frá Norðlenska og Kjarnafæði er framúrskarandi og ekki skrýtið að fyrirliðinn okkar velji þeirra kjöt á sinn disk.