Nathália Baliana til liðs við KA/Þór

Handbolti
Nathália Baliana til liðs við KA/Þór
Andri Snær og Nathália spennt fyrir komandi átökum

KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur en Nathália Baliana er gengin til liðs við liðið en gengið var frá félagsskiptunum í dag og er hún því lögleg með liðinu í kvöld er stelpurnar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn klukkan 18:00.

Nathália er tvítug vinstri skytta og kemur frá Brasilíu en undanfarin tvö ár hefur hún leikið með Portúgalska liðinu Maiastars. Það verður spennandi að sjá hvernig Nathália smellur inn í okkar unga og öfluga lið en hún hefur æft með liðinu undanfarnar vikur og getur eins og áður segir leikið með liðinu í kvöld eftir að félagsskiptin gengu í gegn.

Við bjóðum hana innilega velkomna í KA/Þór og hlökkum til að fylgjast með henni í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is