KA tekur á móti Þór í 3. flokki karla í handboltanum klukkan 19:50 í KA-Heimilinu í kvöld. Strákarnir hafa farið vel af stað í vetur og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína en Þór er á botninum án stiga eftir fjóra leiki.
En staðan í deildinni skiptir litlu máli þegar kemur að nágrannaslögum og strákarnir eru staðráðnir í að sækja sér tvö stig í kvöld auk þess að tryggja sér montréttinn í bænum. Hvetjum ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana, áfram KA!