Grótta lagði KA/Þór með eins marks mun, 26-25, í hörkuleik í KA-heimilinu á laugardaginn í uppgjöri botnliðanna í N1-deild kvenna í handknattleik. Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Sunna María Einarsdóttir skoraði 26 mark Gróttu rúmri mínútu fyrir leikslok og það reyndist sigurmark leiksins. Grótta fer með sigrinum uppfyrir KA/Þór og hefur þrjú stig í sjöunda til áttunda sæti, líkt og FH, en KA/Þór situr á botninum með tvö stig.
Leikur liðanna var hnífjafn allan fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að hafa forystu. Staðan um miðjan hálfleikinn var jöfn, 6-6.
KA/Þór komst í 10-8 þegar sjö mínútur voru til leikhlés og hefði getað aukið muninn í þrjú mörk þegar
tæp mínúta var til hlés. Heiða Ingólfsdóttir markvörður Gróttu varði hins vegar vítaskot Mörthu Hermannsdóttur og
Grótta minnkaði muninn í kjölfarið niður í eitt mark. Staðan í leikhléi 13-12, KA/Þór í vil.
Norðanstúlkur byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu þriggja marka forystu, 16-13. Grótta jafnaði metin í 17-17 og komst yfir, 18-17, þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik og allt í járnum í KA-heimilinu. KA/Þór náði tveggja marka forystu, 21-19, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Leikurinn var stál í stál næstu mínútur en Grótta jafnaði metin í 24-24 þegar sléttar fimm mínútur voru til leiksloka.
Sunna María Einarsdóttir kom Gróttu yfir, 26-25, þegar rúmlega ein mínúta lifði leiks og KA/Þór tók leikhlé.
Heiða Ingólfsdóttir varði skot frá Mörthu Hermannsdóttur í marki Gróttu þegar um hálf mínúta var eftir. Frida
Petersen varði hinu megin í marki KA/Þórs. Norðanstúlkur héldu í sókn sem fjaraði út og aðeins aukakastið eftir, sem
vörnin tók.
Lokatölur, 26-25, og mikilvæg stig í hús hjá Gróttu.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6 (1), Ásdís Sigurðardóttir 6, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Sunnefa
Nílsdóttir 2, Jóhanna Snædal 2, Erla Heiður Tryggvadóttir 3 (1), Katrín Vilhjálmsdóttir 1.
Varin skot: Frida Petersen 16 (2).
Mörk Gróttu: Tinna Laxdal Gautadóttir 5 (1), Unnur Ómarsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 4 (1), Laufey Ásta
Guðmundsdóttir 2, Sóley Arnarsdóttir 2, Elín Helga Jónsdóttir 2, Björg Fenger 3.
Varin skot: Heiðar Ingólfsdóttir 15 (2).