Myndir frá Jólahandboltanum 2012

Sú skemmtilega hefð hefur verið nokkur undanfarin ár að ýmsir kappar sem gerðu garðinn frægan með yngri flokkum KA hittast í KA heimilinu á annan í jólum og rifja upp forna takta. Það er Davíð Már Kristinsson sem hefur haft forgöngu um þennan hitting og að sjálfsögðu var mikil gleði ríkjandi þegar strákarnir komu saman í ár.

Það voru þeir Jóhannes Bjarnason og Þórir Sigmundsson sem sáu um að hafa hæfilega stjórn á hlutunum enda mikið kapp í mönnum og ekkert gefið eftir á vellinum. Ekki sakaði að hafa lækninn Þóri á staðnum en sem betur fer sluppu allir heilir á húfi frá atinu.


Kátar kempur í jólaboltanum 2012

Það var lið 88-89 árgangsins sem fór með sigur af hólmi á mótinu eftir ævintýralegan leik við 86-87 árganginn. Vítakeppni þurfti til að útkljá keppnina þar sem 88-89 liðið vann eftir 10 umferða vítakeppni sem vannst 9 - 7.

86-87 liðið var í öðru sæti en 85 árgangurinn varð neðstur án stiga.







Skoða fleiri myndir frá jólaboltanum 2012.