Hagkaupsmót KA og Þórs í 6. flokki í handbolta fór fram um síðustu helgi og var mikil gleði enda alls 50 lið sem léku í stráka- og stelpuflokki. Þarna voru margir krakkar að spila sína fyrstu keppnisleiki og var gaman að sjá bætinguna hjá krökkunum frá leik til leiks. Mótið heppnaðist ákaflega vel og hlökkum við strax til næsta móts hér fyrir norðan.
Egill Bjarni Friðjónsson mætti á svæðið og myndaði mótið í bak og fyrir. Hægt er að sjá myndir hans með því að smella á myndina hér fyrir neðan.