Það var alvöru bæjarslagur í Síðuskóla á miðvikudaginn þegar KA sótti lið Þórs heim í 3. flokki karla. KA liðið er að mestu skipað leikmönnum á yngra ári og hefur veturinn því verið mjög krefjandi fyrir liðið enda strákarnir að leika í efstu deild.
Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn og því extra mikið undir í leiknum. Þórsarar náðu frumkvæðinu snemma leiks og leiddu leikinn þó okkar lið væri aldrei langt undan. Hálfleikstölur 13-11 og mikil spenna í þéttsetnum Síðuskóla.
Í síðari hálfleiks virtist allt stefna í sigur Þórs og var munurinn fjögur mörk er skammt var til leiksloka. Þá sýndu okkar strákar frábæran karakter og knúðu fram jafntefli, 28-28.
Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og myndaði leikinn. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndasafnið.