KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan 26-25 sigur á HK í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Stelpurnar voru stigalausar fyrir leikinn en mættu vel stemmdar til leiks, leiddu frá upphafi og sigldu á endanum góðum sigri í hús.
Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 7 (1 úr víti), Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1 og Martina Corkovic 1 mark.
Matea Lonac varði 14 skot í markinu, þar af tvö vítaköst.
Hannes Pétursson og Þórir Tryggvason ljósmyndarar voru á leiknum og birtum við hér myndaveislur þeirra frá hasarnum og þökkum á sama tíma fyrir góðan stuðning að venju!
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Hannesar frá leiknum
Hér að neðan er yfirlit yfir gang leiksins í fyrri og seinni hálfleik.