KA/Þór tók á móti Íslandsmeisturum Vals í KA-Heimilinu á fimmtudaginn í Olís deild kvenna. Stelpurnar gerðu gríðarlega vel í fyrri hálfleik og úr varð hin mesta skemmtun. Því miður tókst liðinu ekki að halda í við firnasterkt lið gestanna í síðari hálfleik sem unnu að lokum 24-32 sigur.
Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 10, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Martina Corkovic 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1 og Svala Björk Svavarsdóttir 1 mark.
Í markinu varði Matea Lonac 12 skot, þar af eitt vítakast og Selma Sigurðardóttir Malmquist varði 1 skot.
Hér að neðan má sjá hvernig leikurinn þróaðist:
Næsti leikur stelpnanna er einnig heimaleikur en þá kemur ÍBV í heimsókn á laugardaginn. Það er alveg ljóst að stelpurnar þurfa á sigri að halda í þeim leik enda ætlar liðið sér í úrslitakeppnina.
Ljósmyndararnir Egill Bjarni Friðjónsson og Hannes Pétursson voru á leiknum á fimmtudaginn og má sjá myndir þeirra frá hasarnum með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum