Það voru tveir flottir handboltaleikir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA og ÍR gerðu jafntefli 25-25 í Olís deild karla og þegar Ungmennalið KA rótburstaði Ungmennalið ÍR 45-28. Þórir Tryggvason mætti á lið aðalliðanna og má sjá myndir hans frá þeim leik með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða myndir úr leik KA og ÍR
Egill Bjarni Friðjónsson myndaði svo leik Ungmennaliðanna en KA vann þar 17 marka sigur þar sem Einar Logi Friðjónsson gerði 12 mörk, Jóhann Einarsson gerði 10, Elfar Halldórsson 8, Bjarki Reyr Tryggvason 8, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Þorri Starrason 1, Óli Birgir Birgisson 1, Ísak Ernir Ingólfsson 1 og Sigurður Sveinn Jónsson 1 mark.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum.
Smelltu á myndina til að skoða myndir úr leik ungmennaliðanna