Það var bæjarslagur í Síðuskóla í gær þegar KA og Þór 2 mættust í 4. flokki karla. Fyrir leikinn var KA liðið með 4 stig af 6 mögulegum en Þórsarar voru við botninn með 1 stig. Það var því smá pressa á strákunum okkar að klára leikinn í gær og það gerðu þeir svo sannarlega.
KA leiddi 6-10 eftir fyrri hálfleikinn en steig svo vel á bensíngjöfina í þeim síðari og landaði að lokum afar sannfærandi 13-23 sigri. KA liðið er því komið með 6 stig eftir fjóra leiki og fara vel af stað.
Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og má sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan.