Afturelding lagði KA 28-30 í spennuþrungnum leik í Olís deild karla í gær. Gestirnir náðu sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en KA liðið sneri leiknum í upphafi síðari hálfleiks þökk sé frábærum stuðning áhorfenda í KA-Heimilinu. Mosfellingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og hirtu öll stigin.
Þórir Tryggvason ljósmyndari mætti á svæðið og tók fjölmargar myndir af leiknum og stemningunni. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndir Þóris.