Það er óhætt að segja að leikur KA/Þór og Selfoss sem verður í KA heimilinu klukkan 13:30 á sunnudaginn sé mikilvægur. Fyrir leikinn er KA/Þór í 11. sæti Olís-deildarinnar með 5 stig en Selfoss er sæti ofar með 6 stig.
Liðin mættust á Selfossi í fyrstu umferð deildarinnar í haust og þá höfðu Selfyssingar eins marks sigur 25-24 en ekki þarf að efast um að heimastúlkur í KA/Þór leggja allt í sölurnar til að kvitta fyrir þann leik á sunnudaginn.