Mikið um að vera hjá handboltafólki KA

Það er óhætt að segja að það sé mikið um að vera hjá handboltafólki KA um helgina. Fjörið byrjar strax í kvöld, föstudag með leik í Grill66 deild karla þegar meistaraflokkur KA tekur á móti Ungmennaliði Hauka klukkan 20:15 í KA heimilinu.

Strax að loknum þeim leik eigast við KA og Fjölnir/Fylkir í 3. flokki karla, sá leikur á að hefjast klukkan 21:30 í KA heimilinu.

Fjörið heldur síðan áfram á laugardagsmorguninn þegar Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði Fjölnis í 2. deild karla. Það er jafnframt fyrsti leikur Ungmennaliðs KA í deildinni og hvetjum við alla til að kíkja á strákana en leikurinn hefst klukkan 11:15.

Loks má geta þess að miðvikudaginn 11. október verður sannkallaður stórleikur í Grill66 deild karla þegar KA tekur á móti nágrönnum sínum í Akureyri en sá leikur hefst klukkan 19:00 í KA heimilinu.

Yfirlit heimaleikja

Leikdagur Klukkan Mót Völlur Leikur
fös. 6. okt. 20:15 Grill 66 deild karla KA heimilið KA - Haukar U
fös. 6. okt. 21:30 Íslandsmót | 3.fl. karla 1. deild KA heimilið KA - Fjölnir-Fylkir
lau. 7. okt. 11:15 Íslandsmót | 2. deild karla KA heimilið KA U - Fjölnir U
mið. 11. okt. 19:00 Grill 66 deild karla KA heimilið KA - Akureyri

 

Útileikir hjá öllum flokkum KA/Þór
Kvennaliðin okkar leika öll á Reykjavíkursvæðinu um helgina. Meistaraflokkur kvenna á útileik í Grill66 deild kvenna klukkan 18:30 þegar þær taka á móti Fylki en leikið verður í Fylkishöllinni í Árbænum.

Laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október eru á dagskrá fjölmargir leikir hjá 3. og 4. flokkum KA/Þór eins og kemur fram í töflunni hér að neðan.

Yfirlit útileikja

Leikdagur Klukkan Mót Völlur Leikur
fös. 6. okt. 18:30 Grill 66 deild kvenna Fylkishöll Fylkir - KA/Þór
lau. 7. okt. 16:00 3.fl. kvenna 1. deild TM Höllin Stjarnan - KA/Þór
lau. 7. okt. 20:00 3.fl. kvenna 2. deild A-riðill Valshöllin Valur 2 - KA/Þór 2
lau. 7. okt. 15:00 4.fl. kvenna Yngri 2. deild Kórinn HK 2 - KA/Þór
sun. 8. okt. 13:15 3.fl. kvenna 1. deild Fylkishöll Fylkir - KA/Þór
sun. 8. okt. 11:00 3.fl. kvenna 2. deild A-riðill Víkin Víkingur - KA/Þór 2
sun. 8. okt. 12:00 4.fl. kvenna Eldri 2. deild Fylkishöll Fylkir 2 - KA/Þór
sun. 8. okt. 16:20 4.fl. kvenna Eldri 2. deild Kórinn HK 2 - KA/Þór
sun. 8. okt. 10:30 4.fl. kvenna Yngri 2. deild Kórinn HK 3 - KA/Þór

 

Yngra ár 5. og 6. flokka karla og kvenna fara suður
Um helgina hefst Íslandsmótið hjá yngra ári bæði karla og kvenna bæði í 5. og 6. flokki. Fyrsta umferð mótanna er leikin fyrir sunnan og ferðast fjöldi krakka suður til að taka þátt í leikjunum.

5. flokkur karla yngri – umsjón Valur
5. flokkur kvenna yngri – umsjón ÍR
6. flokkur karla yngri – umsjón Fram
6. flokkur kvenna yngri – umsjón Fjölnir

Með því að smella á flokkana hér að ofan er hægt að sækja skjöl með nánari upplýsingum um leikjaskipulag hvers flokks.