Miðasala Akureyrar á bikarúrslitaleikina um helgina

Það styttist óðum í bikarúrslitahelgina og rétt að stuðningsmenn fari að hyggja að miðakaupum. Félögin sem eiga lið í úrslitakeppninni fá ákveðinn fjölda miða til að selja á sína leiki og eru það í rauninni einu tekjur þeirra af miðasölunni.

Við hvetjum því stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags til að kaupa miðana á sölustöðum félagsins. Forsala er í gangi nú þegar á leik Akureyrar og Stjörnunnar hjá BK-Kjúklingur á Grensásvegi í Reykjavík og veitingastaðnum Bryggjan, Skipagötu 12 á Akureyri.



Einnig verður hægt að kaupa miða fyrir leikinn í Ölveri Glæsibæ þar sem stuðningsmenn Akureyrar ætla að koma saman fyrir leik, og væntanlega í anddyri Laugardalshallarinnar. Miðar á þann leik kosta 1.000 kr. fyrir 13 ára og eldri en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Ef allt fer að óskum og Akureyri kemst í úrslitaleikinn á sunnudaginn getur Akureyri byrjað að selja sína miða í Laugardalshöllinni strax eftir föstudagsleikinn. Við munum auglýsa frekar um aðra sölustaði þegar það skýrist. Miðar á úrslitaleikinn kosta 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Opnuð hefur verið sérstök síða með ýmsum hagnýtum upplýsingum varðandi bikarúrslitahelgina. T.d. er  þar hægt að panta sætaferðir, upplýsingar um hvar stuðningsmenn hittast fyrir leik, sölu á bolum, andlitsmálun o.fl. o.fl.  Smelltu hér til að skoða.