Martha og Sunna Guðrún í úrvalsliði 2. umferðar

Nú þegar 2. umferð Olís-deildar kvenna er lokið hafa tveir miðlar, sport.is og handbolti.org valið þá leikmenn sem taldir eru hafa skarað fram úr í umferðinni. Þessir miðlar eru ótrúlega samhljóma að þessu sinni en eina ósamræmið á milli þeirra er val á markverði umferðarinnar. KA/Þór á sína fulltrúa í valinu, Martha Hermannsdóttir er hjá báðum aðilum valin besta vinstri skyttan og Sunna Guðrún Pétursdóttir er markvörður umferðarinnar hjá handbolti.org.
Við óskum þeim báðum svo og öðrum leikmönnum til hamingju með frammistöðuna.


Lið sport.is er þannig skipað:
Vinstra horn – Steinunn Snorradóttir – FH
Vinstri skytta – Martha Hermannsdóttir – KA/Þór
Miðja – Ester Óskarsdóttir – ÍBV
Hægri skytta – Díana Kristín Sigmarsdóttir – Fylkir
Hægra horn – Solveig Lára Kjærnested – Stjarnan
Lína – Lene Burmo Skredderstuen – Grótta
Mark – Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir – HK

Og úrvalslið handbolta.org er skipað eftirtöldum:
Markvörður: Sunna Guðrún Pétursdóttir, KA/Þór
Línumaður: Lene Burmo Skredderstuen, Grótta
Vinstri hornamaður: Steinunn Snorradóttir, FH
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Miðjumaður: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fylkir
Hægri hornamaður: Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan

 

Við látum einnig fylgja með þrjár myndir úr leik KA/Þór og Aftureldingar sem Jón Óskar Ísleifsson sendi okkur:


Simone Antonia Pedersen með glæsilegt mark úr hægra horninu.


Þjálfararnir, Einvarður og Gunnar Ernir leggja á ráðin með stelpunum í leikhléi.