A-landslið Íslands í handbolta undirbýr sig nú fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins 2019 en framundan eru leikir í Makedóníu gegn Tyrklandi, Makedóníu og Aserbaídsjan. Leikirnir fara fram um næstu helgi og er mikið undir í leikjunum. Leikið er í fjögurra liða riðli og fara allir leikirnir fram í Makedóníu.
Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum með KA/Þór það sem af er Olís deildinni í vetur hefur verið kölluð inn í hópinn og framundan eru ótrúlegt en satt hennar fyrstu landsleikir með A-landsliðinu. Martha sem er 35 ára hefur verið einn besti leikmaðurinn í íslenska boltanum og því kærkomið að hún fái nú tækifæri með landsliðinu.
Við óskum Mörthu til hamingju sem og góðs gengis í þessu krefjandi verkefni.