Martha Hermanns í Taktíkinni

Martha Hermannsdóttir fór fyrir liði KA/Þórs sem stóð sig frábærlega á nýliðnum handboltavetri er liðið endaði í 5. sæti Olís deildarinnar þvert á hrakspár sérfræðinga. Martha var mögnuð á vellinum og endaði sem markadrottning deildarinnar með 138 mörk.

Martha mætti í vikunni til hans Skúla Braga Magnússonar í Taktíkinni á N4 og fór yfir veturinn auk þess að fara aðeins yfir flottan feril sinn til þessa.