Að þessu sinni á Akureyri útileik í Olís deildinni og er hann að þessu sinni gegn heimamönnum á Selfossi sem eru mættir til leiks í efstu deild á nýjan leik. Þjálfari Selfyssingar er okkur að góðu kunnur, Stefán Árnason (Stefánssonar) en Stefán lék upp yngri flokkana með KA og var jafnframt aðstoðarmaður á bekknum hjá Akureyrarliðinu tímabilið 2008-2009.
Stefán Árnason lét í sér heyra sem aðstoðarmaður þjálfara og uppskar hér gult spjald
Leikurinn hefst klukkan 15:00 á morgun, laugardag og verður væntanlega sýndur beint á vef Selfyssinga. Við munum setja link á útsendinguna á heimasíðu Akureyrar þannig að fylgstu með upplýsingum á síðunni á morgun.
Akureyrarliðið stendur frammi fyrir erfiðum meiðslum beggja aðalmarkvarða liðsins, Tomas Olason meiddist á hné í þarsíðasta leik og Bernharð Anton Jónsson varamarkvörður skaddaðist á auga í leik með 2. flokki um síðustu helgi. Hvorugur þeirra er leikhæfur í augnablikinu og því verður Arnar Fylkisson væntanlega í aðalmarkvarðarhlutverkinu í þessum leik.
Ungmennalið Akureyrar með heimaleik í 1. deild á sunnudaginn
Það eru Þróttarar sem koma til leiks gegn Ungmennaliðinu. Leikurinn átti upphaflega að vera í kvöld í Íþróttahöllinni en Höllin er undirlögð alla helgina vegna Norðlensku matarhátíðarinnar Local Food Festival þannig að sá leikur hefur verið færður yfir á sunnudag og hefst klukkan 15:00 í KA heimilinu.
Það er full ástæða til að hvetja stuðningsmenn til að koma og hvetja þessa upprennandi lykilmenn okkar í baráttunni. Það er frítt inn á leikinn.
Í mörg horn að líta hjá Akureyrsku handboltafólki
Annars er óhætt að segja að það sé nóg um að vera á öllum vígstöðvum hjá Akureyrsku handboltafólki um helgina, heima og heiman. Hér á eftir er yfirlit yfir leiki helgarinnar í tímaröð hjá Akureyri, Hömrunum, KA/Þór, KA og Þór:
Leikdagur | Klukkan | Mót | Völlur | Heimalið - Gestalið |
fös. 30. sep. | 20:15 | 1. deild karla | KA heimilið | Hamrarnir - Fjölnir |
lau. 1. okt. | 13:15 | 4.ka E 1.deild | KA heimilið | KA - Fram |
lau. 1. okt. | 15:00 | 1. deild kv | KA heimilið | KA/Þór - Víkingur |
lau. 1. okt. | 15:00 | Olís deild karla | Selfoss | Selfoss - Akureyri |
lau. 1. okt. | 15:30 | 3.ka 1.deild | Vestmannaeyjar | ÍBV - KA |
lau. 1. okt. | 16:00 | 4.ka Y 2.deild | Síðuskóli | ÍBV - Þór Ak. |
lau. 1. okt. | 16:30 | 4.ka Y 1.deild | KA heimilið | KA - Fram |
lau. 1. okt. | 17:45 | 3.ka 1.deild | Hertz höllin | Grótta-KR - Þór Ak. |
sun. 2. okt. | 10:00 | 4.ka Y 2.deild | Síðuskóli | Þór Ak. - ÍBV |
sun. 2. okt. | 10:45 | 3.ka 1.deild | Kaplakriki | FH - Þór Ak. |
sun. 2. okt. | 15:00 | 1. deild karla | KA heimilið | Akureyri U - Þróttur |
Minnum síðan á heimaleik Akureyrar gegn Haukum á miðvikudaginn í næstu viku!
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.