Það er ekki á hverjum degi sem Akureyringar eiga lið sem berjast um stóru titlana. Á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags er hægt að
skoða upprifjun frá bikarúrslitunum 2004. Þá léku KA og Fram til úrslita í bikarkeppninni, sem þá hét SS-Bikarinn.
Þeir fjölmörgu Akureyringar sem voru í Laugadalshöllinni muna klárlega eftir magnaðri stemmingunni í stúkunni fyrir leik að maður tali
nú ekki um meðan á leiknum stóð. Ekki spillti gleðinni að bikarinn kom hingað norður eftir afgerandi sigur KA liðsins 31-23.

Bikarmeistararnir fagna í Laugardalshöllinni í febrúar 2004. Kannastu við einhver andlit í hópnum?
Smelltu á myndina eða hér til að rifja upp leikinn og auk þess sem hægt
að lesa ítarlegar umfjallanir Fréttablaðsins og Morgunblaðsins eftir úrslitaleikinn 2004. Er ekki kominn tími á að upplifa sigurstemminguna
á Akureyri á ný?