Þó að Akureyrarliðið hafi tryggt sér efsta sætið og þar með Deildarmeistaratitilinn þá hefur leikurinn töluverða
þýðingu því að með sigri mun Akureyri hafa betur í viðureignum við öll hin liðin í deildinni. Fyrir leikinn er Fram með betri
stöðu í innbyrðis viðureignum, Akureyri vann fyrsta leik liðanna á útivelli 31-32 en Fram vann þegar liðin mættust hér á
Akureyri 30-34 þannig að Fram hefur þrjú mörk í plús.
Akureyri verður því að sigra í leiknum til að ná yfirhöndinni gegn Fram.
Gulli, Heimir og Höddi hafa örugglega ekkert á móti því að taka á Frömurum á fimmtudaginn
Fram liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna í vetur, í fyrstu tíu umferðunum vann liðið alla leikina nema hvað þeir töpuðu
leik á móti Akureyri og HK og liðið virtist líklegt til afreka. Þá kom arfaslakur kafli þar sem margir leikir töpuðust og margir hverjir
með miklum mun. Þá komu tveir mikilvægir sigrar í röð, sérstaklega var mikilvægur stórsigur gegn Haukum og liðið virtist hafa
náð sér á strik á ný. Í síðustu umferð mátti Fram liðið hins vegar þola skell á móti HK þar sem
Fram tapaði með níu marka mun á heimavelli 26-35.
En Fram liðið mun örugglega mæta af fullum krafti til leiks á fimmtudaginn líkt og Akureyrarliðið enda mikilvægt að enda deildina með sigri og
koma til leiks í úrslitakeppnina með vindinn í seglin.
Það er allavega ljóst að það verður hörkuleikur í boði í Höllinni á fimmtudagskvöldið.
Nánari upplýsingar um leikinn.
Aðalfundur Akureyrar Handboltafélags 12. apríl
Þriðjudaginn 12. apríl verður haldinn aðalfundur Akureyrar Handboltafélags. Fundurinn verður haldinn í fundaaðstöðu Akureyrar
Handboltafélags í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:00. Hannes Karlsson formaður fer yfir starfsárið og stöðu mála. Að
sjálfsögðu eru allir áhugamenn hvattir til að koma en á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning á leikmanni marsmánaðar
Þá er marsmánuður nýliðinn og endaði með krýningu deildarmeistara Akureyrar. Það er því komið að því
að kjósa leikmann marsmánaðar. Kosningin er rafræn á heimasíðunni, hægt er að kjósa fram til kl. 18:30 þann 13. mars. Smelltu hér til að taka þátt.