Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn síðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn klukkan 16:00. Andstæðingurinn er Grótta en KA/Þór stelpurnar þurfa stig úr leiknum og myndu þar með tryggja sér sigur í deildinni. Ef það gengur
eftir fá þær bikarinn afhentan í leikslok.
Staðan í deildinni er þannig í dag að KA/Þór er efst með 29 stig, Víkingur í 2. sæti með 28 stig og Grótta í 3.
sæti með 21 stig, en öll liðin eru búin með 17 leiki af 18. Við hvetjum alla til að koma í KA-heimilið og styðja stelpurnar í þeirri
baráttu.