Lokahóf yngriflokka á föstudaginn

Handbolti
Lokahóf yngriflokka á föstudaginn
Frábær skemmtun framundan! (mynd: Egill Bjarni)

Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á föstudaginn klukkan 15:00 í KA-Heimilinu. Mögnuðum handboltavetri er að ljúka og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá.

Við hvetjum alla iðkendur til að mæta og taka þátt í gleðinni og foreldrar eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta líka og gera sér glaðan dag!

Æfingum vetrarins er nú lokið og framundan því sumarfrí frá handboltanum en unglingaráð KA og KA/Þórs munu bjóða upp á skemmtilegar sumaræfingar í júní fyrir árganga 2005-2014. Þær æfingar hefjast 6. júní næstkomandi og verða kynntar betur á næstunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is