Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar KA var haldið á miðvikudagskvöldið 16. maí s.l. í KA heimilinu.
Fjöldi manns mætti og var mikið fjör, farið var yfir starf vetrarins en um 250 iðkendur æfðu handbolta í vetur og héldum við 2 stór
mót hér fyrir norðan í samvinnu við Þór.
Veitt voru verðlaun fyrir mestu framfarir og fyrir bestu leikmenn hvers flokks, þá átti KA nokkra krakka sem valin voru í landsliðshóp og til að spila
með landsliðum yngri flokka.
Erlingi Kristjánssyni og Jóhannesi Bjarnasyni voru færðar gjafir en þeir urðu 50 ára á árinu og hafa starfað mikið fyrir KA í
mörg ár og eins Hermanni Haraldssyni en hann varð 60 ára á árinu og hefur einnig starfað vel og lengi fyrir félagið.
Farið var í leiki og endað á Pizzu veislu að hætti Greifans.
Hér er hægt að skoða fleiri myndir Hannesar Péturssonar frá lokahófinu.