Lokahóf yngri flokka handboltans hjá KA

Fimmtudaginn 19/5 kl. 18:00 verður lokahóf yngri flokka handboltans haldið í KA heimilinu.  Veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og endað á pizzuveislu.  Allir iðkendur eru hvattir til að mæta og foreldrar og systkini velkomin með.
Æfingar hjá yngstu krökkunum hætta eftir lokahóf en eldri flokkar halda áfram í samráði við þjálfara.
Sjáumst hress í KA heimilinu!
Unglingaráð handknattleiksdeildar KA