Lokahóf yngri flokka í handbolta verður haldið seinni partinn í dag klukkan 18:00 í KA-Heimilinu og stendur til 20:00. Við hvetjum alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og hafa gaman saman til að fagna árangri vetrarins.
Farið verður í leiki og þá verða veitt verðlaun fyrir árangur vetrarins, einnig verða veitingar í boði.