Á
föstudaginn var lokahóf og verðlaunaafhending hjá meistaraflokki KA/Þór í handboltanum. Af því tilefni var tilkynnt um val á
þeim leikmönnum sem sköruðu fram úr í vetur.
Besti leikmaðurinn: Fríða Petersen, markvörður
Besti sóknarmaðurinn: Ásdís Sigurðardóttir
Besti varnarmaðurinn: Martha Hermannsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Kolbrún Gígja Einarsdóttir
Á myndinni eru frá vinstri: Ásdís, Kolbrún, Martha og þjálfarinn Guðlaugur Arnarsson. Á myndina vantar Fríðu sem er farin aftur
til Færeyja.
Fríða Petersen var frábær í markinu í vetur