
Þá
er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir
en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig
í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð.
Athugið að leikurinn í dag hefst klukkan
19:15, fimmtán mínútum síðar en venjulega.
Heimasíða Akureyrar verður að sjálfsögðu með beina textalýsingu frá leiknum eins og vanalega.
Smelltu hér til að fylgjast með lýsingunni.
Glæsileg veisla fyrir handhafa Gullkortsins fyrir leik og í hálfleik
Í fyrravetur var tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa tvisvar á tímabilinu sérstaklega glæsilega veislu fyrir
stuðningsmannaklúbbinn. Nú er einmitt komið að fyrri glæsiveislu vetrarins og rétt að minna handhafa Gullkortanna á að hafa þau
meðferðis í dag.
Kennsludiskur í handknattleik forsölutilboð á leiknum
Nú er að koma út kennsludiskurinn
Frá byrjanda til landsliðsmanns og verður diskurinn kynntur og seldur á sérstöku forsölutilboð
á leiknum í dag. Þar verður diskurinn seldur á
2.500 krónur en almennt verð í verslunum verður trúlega um 3.600 krónur.
Glæsilegur vinningur fyrir spámann 11. umferðar
Í tilefni af leiknum og útgáfu kennsludisksins Frá byrjanda til landsliðsmanns ætlar heimasíða Akureyrar að veita spámanni 11. umferðar
verðlaun, sem verða einmitt eintak af diskinum.
Smelltu hér til að taka þátt í spáleiknum.