Það verður flautað til leiks í Grafarvoginum klukkan 18:00 í dag þar sem Akureyri mætir heimamönnum í Fjölni í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Fjölnismenn verða með leikinn í beinni útsendingu á vefnum sínum, og eiga heiður skilið fyrir framtakið. Þannig að stuðningsmenn sem komast ekki í Fjölnishöllina geta fylgst með leiknum þar.
Smelltu hér til að fylgjast með útsendingunni.
Fjölnir leikur í 1. deild og situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar, stigi á undan Hömrunum. Akureyringurinn Arnar Gunnarsson þjálfar liðið og hefur verið að gera flotta hluti með Fjölnis liðið og klárlega stefnir í hörkuleik.
Fjölnir lék við Hamrana hér í Höllinni þann 15. nóvember og vann þar eins marks sigur eftir æsispennandi lokamínútur, 18-19. Þess má til gamans geta að þetta er í fyrsta sinn sem Akureyri og Fjölnir mætast á vellinum. Við hvetjum stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að kíkja í Grafarvoginn og hvetja strákana, leikurinn hefst klukkan 18:00 á þriðjudaginn.