Garðar verður í horninu í dag
Spennan og fjörið heldur áfram í handboltanum. Í dag eru það strákarnir í 2. flokki Akureyrar-1 sem eru í sviðsljósinu en
þeir mæta Gróttu í bikarkeppninni og verður leikið í Íþróttahöllinni klukkan 17:30. Athugið að tímanum á
leiknum var breytt en nú hefur verið staðfest að hann hefst klukkan 17:30.
Við hvetjum alla til að koma og standa við bakið á strákunum enda mikið í húfi í bikarnum. Það er frítt inn á leikinn og
næsta víst að boðið verður upp á spennandi leik en liðin unnu hvort sinn heimaleikinn í deildinni með einu marki.