Landsliðsmenn í heimsókn á Akureyri - myndir

Í morgun komu landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sturla Ásgeirsson í heimsókn til Akureyrar. Ætlunin var að reyna að fá þá á æfingar hjá yngri flokkum en þar sem þeir þurftu sjálfir að vera mættir á æfingu í Reykjavík seinni partinn var það ekki hægt. Í staðinn fóru þeir í heimsókn í nokkra skóla hér á Akureyri og hittu unga aðdáendur.


Það er óhætt að segja að koma þeirra hafi vakið mikla lukku jafnt meðal krakkanna og meðal starfsfólks skólanna. Þeir sögðu lítillega frá sínum ferli og hvernig það væri að vera atvinnumaður í handbolta. Síðan svöruðu þeir spurningum krakkanna. Í Lundarskóla brugðu þeir á leik á sparkvellinum og gáfu ófáar eiginhandaráritanir.


Arnór Atlason í góðum félagsskap!