Lagt af stað til Svíþjóðar

Um klukkan 6:00 í morgun lagði hópur handboltakrakka af stað frá KA heimilinu áleiðis á Partille Cup mótið sem fram fer að vanda í Svíðþjóð. Það var mikil tilhlökkun og spenna í hópnum enda ferðin búin að vera í bígerð lengi með öllu sem tilheyrir.

Upplýsingar og fréttir frá hópnum verða hér á síðunni á næstu dögum.

Hér má svo sjá myndir Þóris Tryggvasonar frá upphafi ferðalagsins.

Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu þess: http://www.partillecup.com/