Kjarnafæðismótið 2010 24 - 25. september - Skráning hafin

Dagana 24. og 25. september verður Kjarnafæðismótið í handbolta haldið en mótið er ætlað meistaraflokki kvenna. Mótið verður haldið í KA - heimilinu en einnig verður þar haldin grillveisla ásamt verðlaunafhendingu á laugardagskvöldinu. Aðstandendur mótsins eru farnir að taka á móti skráningum. Það er Jóhannes G. Bjarnason, Jói Bjarna, sem veitir frekari upplýsingar og tekur við skráningum í síma 6623200 eða á netfanginu joigb@akmennt.is. Hægt verður að gista í KA - heimilinu og ekkert þáttökugjald verður á mótið.