Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði FH í 4. umferð Grill 66 deildar karla í handboltanum klukkan 20:30 í kvöld. Strákarnir unnu fyrstu tvo leiki tímabilsins en þurftu að sætta sig við tap gegn Þrótti í síðustu umferð og ljóst að okkar flotta lið ætlar sér aftur á sigurbrautina í kvöld.
Það verður þó krefjandi verkefni en FH U hefur eins og KA U fjögur stig að loknum þessum fyrstu þremur leikjum. Þeir hófu tímabilið á að tapa í hörkuleik fyrir Þór en hafa í kjölfarið lagt Fjölni U og Val U.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í KA-Heimilið og hvetja strákana til sigurs en fyrir þá sem ekki komast þá verður leikurinn í beinni útsendingu á KA-TV og má nálgast útsendinguna hér fyrir neðan.