KA U með fullt hús - dæmdur 10-0 sigur

Strákarnir voru frábærir um helgina (mynd: EBF)
Strákarnir voru frábærir um helgina (mynd: EBF)

Ungmennalið KA er á toppi 2. deildar karla í handboltanum eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins og það með fullt hús stiga. Strákarnir lögðu um helgina ungmennalið ÍR 45-28 en í dag var strákunum dæmdur 10-0 sigur í bæjarslagnum gegn Akureyri U sem fór fram á dögunum.

Akureyringar tefldu fram ólöglegum leikmanni í leiknum og eftir að hafa farið yfir málið dæmdi mótanefnd HSÍ okkar liði því 10-0 sigur. Þess má geta að KA kærði ekki framkvæmd leiksins og er leiðinlegt að þessi staða hafi komið upp.

Fyrr í vetur unnust tveir sterkir útisigrar á ungmennaliðum Fram og Aftureldingar og strákarnir eru því í góðum málum á toppi deildarinnar. Næstu leikir liðsins eru útileikir helgina 9.-10. nóvember gegn ungmennaliðum HK og Fjölnis.