Það er mikilvægur leikur hjá meistaraflokki KA/Þór í Olís deildinni í dag þegar þær taka á móti HK, leikurinn hefst í KA heimilinu klukkan 19:30.
Fyrir leikinn er HK í 9. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 11. þannig að ekki munar miklu á liðunum. KA/Þór hafa verið erfiðar á heimavelli og gerðu t.d. jafntefli gegn Val í síðasta heimaleik.