Kvennalið KA/Þór í handbolta tekur á móti HK í 1. deild kvenna á morgun, laugardag.
Leikurinn hefst kl. 14:00 og er mikið undir. Stelpurnar eru taplausar það sem af er vetri á heimavelli og þær vilja svo sannarlega halda því áfram.
Þjálfari KA/Þór er Jónatan Magnússon en liðið er eingöngu skipað heimastúlkum. Frítt er á völlinn og við minnum ársmiðahafa á hálfleikskaffið margrómaða.
Fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna eru leikir í kvöld. Í KA-heimilinu í kvöld leika 4. og 3. flokkur kvenna gegn HK, og hefjast leikar kl. 19:00. Strax að loknum meistaraflokksleiknum á laugardaginn leikur svo 4. fl kvenna aftur gegn HK.