Það er alvöru verkefni framundan í kvöld hjá kvennaliði KA/Þórs í Olísdeildinni en Íslandsmeistarar Fram koma í heimsókn í KA-Heimilið klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 7. umferð deildarinnar en Framarar eru á toppnum með 10 stig á sama tíma og okkar lið er með 6 stig í 4.-6. sæti.
Stelpurnar hafa farið mjög vel af stað enda nýliðar í deildinni og ekki margir sem reiknuðu með að liðið væri nú þegar komið með 6 stig. Hinsvegar gerast verkefnin vart stærri en leikur kvöldsins enda Fram með sterkasta lið landsins og hefur farið frábærlega af stað.
En okkar lið hefur sýnt það í fyrstu leikjum tímabilsins að liðið er klárt í slaginn meðal þeirra bestu og með stöðugum leik getur liðið lagt hvaða lið að velli. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að fjölmenna í KA-Heimilið og hvetja okkar frábæra lið til sigurs.
Fyrir ykkur sem ekki komist á leikinn þá verður hann að sjálfsögðu í beinni á KA-TV og má nálgast útsendinguna hér fyrir neðan