Á laugardag fengu okkar stúlkur Víkinga í heimsókn í KA-heimilið.
Víkingur var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar en hafa þó verið að sækja í sig veðrið og voru okkar stúlkur undirbúnar fyrir hörkuleik.
Sunna Pétursdóttir byrjaði í markinu, og var útilínan nokkuð hefbundin með Steinunni og Kötu í hornunum, Mörthu og Kollu í skyttunum , Aldísi á miðjunni og Ásdísi inn á línu.
Víkingar tóku frumkvæðið í byrjun og komust í 1-4. Gunnhildur Rósmundsdóttir ungur og efnilegur markmaður Víkings reyndist okkar stúlkum afar erfið í byrjun, og varði hvert dauðafærið á fætur öðru.
Eftir 10 mín leik náði KA/Þór áttum, jöfnuði 5-5 og náðu að stýra tempóinu betur. Greinilega voru skilaboðið frá þjálfarateyminu skýr í þessum leik, stelpurnar áttu að hlaupa mikið og á tíðum tókst það ágætlega, en þó voru full margir tapaðir boltar í hröðum upphlaupum. Jonni og Valdi, þjálfarar liðsins, rúlluðu liðinu vel, og komu þær Erla Hleiður, Ólöf Marin og Kara inn í fyrri hálfleikinn.
Varnarlega voru stelpurnar þó mjög góðar í fyrri hálfleik og Sunna fyrir aftan frábær, með 45% markvörslu . Stelpunum tókst vel að halda aftur á markahæsta leikmanna deildarinnar Alinu Molkova. Staðan í hálfleik var 14-8 og okkar stúlkur með góð tök á leiknum.
Í seinni hálfleik opnuðum við ekkert sérstaklega vel, vörnin var ekki eins góð, en sóknin aftur á móti fín með Mörthu og Kötu í broddi fylkingar. Þóra, Sandra og Auður komu inn af bekknum
Eftir 10 mín spilaðar í seinni var munurinn ennþá 6 mörk. En þá var eins og að okkar stúlkur héldu að björninn væri unninn, og slökuðu á , voru óskynsamar bæði i sókn og vörn og Víkingur minnkaði muninn í 3 mörk þegar 10 mínútur voru eftir. Eftir leikhlé komust stelpurnar aftur í takt, og náðu að auka muninn svo ekki varð úr nein spenna í lokin. Margrét Einarsdóttir kom gríðarlega sterk inn í markið og varði 4 af þeim 8 skotum sem hún fékk á sig.
Lokatölur 27-23 sem þýðir það að KA/Þór eru ennþá ósigraðar á heimavelli og leiða deildina ásamt HK með 23 stig. Fjölnir er svo einu stigi eftir í 3ja sætinu.
Markaskorarar: Martha Hermannsdóttir 14, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Kara Rún Árnadóttir 2, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1,
Næsta Laugardag kl 18:15 er svo afar stór og þýðingarmikill leikur á móti FH og vonumst við eftir stuðningi frá okkar fólki. Stelpurnar eiga það svo sannarlega skilið að fleiri mæti á leiki hjá þeim.