KA/Þór tekur á móti Stjörnunni laugardaginn12. nóvember í N1 deild kvenna. Leikurinn er í KA heimilinu og hefst klukkan 16:00. Liðið
er búið með tvo heimaleiki, unnu FH og töpuðu síðan með einu marki fyrir Haukum þannig að það má búast við
góðri skemmtun í KA heimilinu.
Aðgangur er ókeypis og gómsætar vöfflur í boði í hálfleik.
Þá er rétt að benda á að á sunnudaginn leikur 3. flokkur KA/Þór við Fylki og hefst sá leikur klukkan 14:30 í KA
heimilinu.
