Það er stórleikur hjá meistaraflokki KA/Þór á laugardaginn þegar spútniklið ÍBV mætir í KA heimilið. Með
ÍBV liðinu leika a.m.k. tveir leikmenn sem voru hér fyrir nokkrum árum, þ.e.a.s. Ester Óskarsdóttir og Þórsteina
Sigurbjörnsdóttir. Þær tvær eru einmitt meðal markahæstu leikmanna liðsins það sem af er.
Það kostar ekkert inn á leikinn sem hefst klukkan 13:00 á laugardaginn – allir á völlinn og hvetja stelpurnar okkar!