KA/Þór mætti Selfoss í annað sinn í umspili liðanna um laust sæti í úrvalsdeild í gær. Leiknum lyktaði með 24-20 sigri gestanna og eru þær því komnar í 2-0 í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sætið eftirsótta.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Selfoss að síga frammúr og náði mest fjögurra marka forskoti, 9-5. Stelpurnar okkar skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan 9-7 í hálfleik.
Selfoss jók muninn aftur í 4 mörk í upphafi síðari hálfleiks og hélst sá munur lengst af. Mestur varð munurinn 5 mörk en stelpurnar okkar reyndu hvað þær gátu og minnkuðu m.a. í 21-19 þegar lítið var eftir en lengra komust þær ekki. Selfoss-liðið er feiknarsterkt og þar fremst í flokki Katrín Ósk Magnúsdóttir, markvörður liðsins.
Hjá KA/Þór voru þær Martha Hermannsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir markahæstar með 4 mörk og Sunna Guðrún Pétursdóttir lék á alls oddi í markinu og varði 20 skot.