KA/Þór mætir Val U á laugardaginn | Allt undir

Nú þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af 1. deild kvenna er mikið í húfi þegar að KA/Þór tekur á móti Val á morgun, laugardag.

Leikurinn hefst kl. 14:45 og er frítt inn eins og venjulega. Stelpurnar sitja í efsta sæti deildarinnar, með eins stigs forskot á HK og Fjölni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir eftir en KA/Þór á einmitt eftir að leika gegn HK og Fjölni.

Það er því mikið í húfi og stelpurnar þurfa á öllum sínum stuðningsmönnum að halda núna á  laugardaginn.

Fjölmennum í KA-Heimilið og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs.