KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á þriðjudagskvöld.

Birta skoraði sex mörk gegn Gróttu. Hvað gerir hún gegn Haukum?
Birta skoraði sex mörk gegn Gróttu. Hvað gerir hún gegn Haukum?
KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á morgun, þriðjudag, í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn og hefst leikurinn klukkan 18.30.

Síðast þegar stelpurnar spiluðu í KA-heimilinu unnu þær stórsigur á Aftureldingu fyrir framan ríflega 300 áhorfendur. Það er því um að gera að mæta á völlinn til þess að hvetja stelpurnar, enda um mikilvægan leik að ræða. KA/Þór tapaði naumlega á laugardaginn fyrir Gróttu en með smá heppni hefði sá leikur unnist.

Við viljum minna á að enn er hægt að kaupa ársmiða og eru þeir seldir á staðnum. Þeir kosta 5000kr stykkið og innifalið í því er kaffi og kökur í hálfleik.