KA/Þór dróst gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ, en dregið var núna í hádeginu. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 8. mars kl. 19:30 í Laugardalshöll.
KA/Þór er í efsta sæti Grill66 deildarinnar en Haukar sitja í 2. sæti Olís-deildar kvenna og því ljóst að erfitt stríð bíður stelpnanna okkar. Þær þurfa því á öllum stuðningi að halda sem félagið getur valdið og ætlum við því að hefja hér forskráningu í rútuferð á leikinn.
Kostnaður er í lágmarki eða 7.000kr fyrir rútuferð fram og tilbaka og miða á völlinn. Hefur þú áhuga? Ef svo er, skráðu þig.
Brottför væri 13:00 á fimmtudegi frá KA-heimilinu og komið heim eftir leik.