Á morgun, miðvikudag, mætir KA/Þór liði FH í oddaleik í seríu þeirra um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta ári. KA/Þór vann sinn heimaleik hér á sumardaginn fyrsta en tapaði í Kaplakrika á sunnudaginn. Það verður því hart barist í KA-heimilinu á miðvikudag kl. 18:00 og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn - það er frítt inn!!
Áfram KA/Þór