KA/Þór - HK á laugardaginn

Síðasti heimaleikur KA/Þór í 1. deildinni er í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 16:00. Stelpurnar eru í toppsæti deildarinnar og gætu tryggt sér sigur í deildinni um helgina enda ósigraðar á heimavelli.

Það er frítt inn á leikinn og pylsur og gos í boði á meðan að birgðir endast. Nú er um að gera að sýna stelpunum stuðning og fjölmenna á leikinn.