KA/Þór hefur leik í bikarnum (Í beinni)

KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sækir Aftureldingu heim. KA/Þór hefur vakið verðskuldaða athygli í Olís-deildinni það sem af er vetri en liðið lagði meðal annars Íslandsmeistara Fram að velli í síðustu umferð.

Mosfellingar eru hinsvegar í Grill-66 deildinni þar sem þær hafa unnið fjóra leiki og tapað tveimur. Liðin mættust nýverið á Norðlenska Greifamótinu fyrir veturinn þar sem KA/Þór fór með sannfærandi sigur af hólmi. Hinsvegar telur það ekkert þegar kemur að leik kvöldsins og ljóst að stelpurnar þurfa að gefa allt í verkefni kvöldsins til að komast áfram í næstu umferð.

Eins og frægt er orðið fór KA/Þór alla leiðina í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í fyrra þar sem þær stóðu vel í sterku liði Hauka. Fyrsta skref í ár er að komast í gegnum Aftureldingu og Stelpurnar fóru alla leið í undanúrslit í fyrra og ætla sér áfram í kvöld!

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Afturelding-TV og þökkum við þeim kærlega fyrir það flotta framtak. Smelltu hér til að opna síðu Afturelding-TV